Heildræn nuddmeðferð / ljósflæði 

Þetta er ekki hefðbundin nuddmeðferð, heldur sambland af mörgum samvinnandi þáttum, þróað til að framkalla farveg fyrir þig til að komast í djúpslökun, og upplifa sjálfa/n þig á nýjan hátt, og styðja þitt eigið kerfi (hug og líkama) til að efla og heila sjálft sig á þann hátt sem er mest viðeigandi á hverjum tíma. Sjá nánar.

Hver tími er um 60 mín, en oft bætist við smá tími í samtal um þær upplifanir sem áttu sér stað á meðan meðferðinni stóð.

Hægt er að panta tíma með því að senda mér tölvupóst á hjalti [at] ljoseind.is eða hringja í síma +354 898 8881.

Hver tími kostar 14.000 kr. Einnig er hægt að kaupa gjafakort.

ATH.  Þessi meðferð er ekki í boði eins og er.
Verður mögulega í boði á vissum tímum yfir árið.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga að vita hvenær verður næst í boði.