Markþjálfun til sjálfseflingar og meiri árangurs
Með markþjálfun er búið til rými fyrir þig til að nálgast þau viðfangsefni sem skipta þig máli í lífi þínu núna, á þannig hátt að þú getir rætt þau á opinn en öruggan hátt, og um leið fundið leiðir sem hjálpa þér að ná þeim árangri sem þú sækist eftir.
Það er margt sem getur byrjað að gerast um leið og hægt er að tjá sig og tala um hluti í öruggu umhverfi, við einhvern sem þú getur treyst og er fullkomlega til staðar fyrir þig og tekur virkan þátt í að hjálpa þér að komast að niðurstöðu og búa til áreiðanlegt aðgerðaplan sem veitir þér yfirsýn, styrk og gleði með að geta framkvæmt og upplifað þína eigin getu og hæfni til að takast á við hvað sem er.
Markþjálfi sér til þess að hver tími nýtist þér sem allra best fyrir það sem skiptir þig mestu máli þá stundina og fylgir þér svo eftir (með fleiri tímum) ef þess þarf og/eða þú óskar eftir.
Markþjálfun er öflug aðferð sem getur hjálpað þér við að komast að því betur hverju þú býrð yfir, hvað býr innra með þér, hvað mögulega heldur aftur af þér, og hvernig þú getur yfirstigið það – til að komast að því marki sem þú sækist eftir.
Ef þú ert tilbúin/n til að taka skrefið, þó ekki sé nema byrja líta í áttina að mögulegri lausn á því sem þig langar að umbreyta í lífi þínu, hafðu þá samband og pantaðu tíma í markþjálfun.