Markþjálfun

12,500kr.106,250kr.

Markþjálfun er öflug aðferðafræði til að opna á nýjar víddir, nýja möguleika, nýjar uppgötvanir, nýjan kraft, og öðlast nýja eða skarpari sýn á hvert þú ert að fara eða vilt fá inn í líf þitt.

Það sem þú getur fengið út úr því að koma í markþjálfun getur komið þér vel á óvart.  Þú kemur í hvern tíma með það málefni sem þú vilt nota tímann í, en yfirleitt kemur margt í ljós sem býr undir niðri og virkar þá eins og ný flóðgátt sem opnast af nýjum upplifunum eða uppgötvunum tengdum því sem er í gangi í lífi þínu – í kringum þig eða innra með þér.

Í lok hvers tíma er alltaf sett markið á að þú sért komin/n með áreiðanlega leið að næsta skrefi að lausn þess sem skiptir þig mestu máli þá stundina.

Það er mjög margt sem tengist inn í markþjálfun og hvað hægt er að nýta þessar mögnuðu aðferðir í. Undirstaðan byggir þó alltaf á sérstökum grunn-þáttum, eins og traust og öruggt umhverfi til tjáningar, trúnaður, gagnvirk hlustun, og opið flæði til jákvæðra þátta og möguleika sem hver og einn býr yfir. Fullum trúnaði er heitið að sjálfsögðu.

Hægt er að byrja á 1 tíma í markþjálfun eða taka fleiri tíma í einu (með afslætti) því þó svo að margt geti svo sannarlega gerst á einum tíma, þá virkar það margfallt öflugra að koma í reglulega tíma, þar sem unnið er jafnvel með eitt eða fleiri heildarmarkmið, ásamt nokkrum minni, og svo allt sem gerist þess á milli, sem er dýrmætt að geta rætt um og fengið virka endurgjöf o.fl. frá markþjálfa.
Hægt er að panta fleiri tíma í einu og fá þá afslátt (3 tímar > 8% afsláttur, 10 tímar > 15% afsláttur).

Einnig tala margir um hversu gott er að hafa markþjálfann sem „accountability“ félagann sinn, til að halda sér betur við efnið í því sem skiptir mestu málið að komast áfram með hverju sinni.

ICF (International Coach Federation) eru alþjóðleg samtök markþjálfunar og stendur fyrir einum virtasta kennslustaðli og gráðuvottunarkerfi á sviði markþjálfunar um allan heim.