Þú getur prófað Silva djúpslökunar-hugleiðsluna núna!

Silva Centering Exercise á íslensku 

Silva hugleiðslan er sérstök aðferð til að komast í djúpa slökun og auka innri ró og jafnvægi.

Silva slökunar hugleiðslan er vísindalega þróuð aðferð sem þú getur notað til þess að komast í djúpa slökun á alpha- og theta-tíðni, jafnt og þétt. Mögulega þarft þú að fara nokkrum sinnum í gegnum hana til þess að ná að halda fullri meðvitund, og upplifa hina meðvituðu djúpslökun sem opnar dyrnar enn betur að nýjum heimi.

Jákvæðar staðhæfingar, innri ró, fyrirbænir, hugmyndaflæði, sjónmyndun, innsæi, sjálfsheilun, fjarheilun, fjarskynjun o.fl. virkar MARGFALLT betur á alpha- og theta-tíðni. En sérstaklega er það hin einstaka djúpslökun sem þú getur komist í, sem fyrir suma er aðalmálið.

Það var Jose Silva sem þróaði þessa aðferð út frá margra áratuga rannsóknarvinnu sinni, nú komin á íslensku. Á ensku heitir þessi aðferð Silva Centering exercise og er í raun grunnurinn sem kenndur er á Silva Method og Ultramind námskeiðunum sem hafa verið kennd í fjölmörg ár víðsvegar um heiminn., sem nýtist svo áfram með öllu öðru sem lært er í kjölfarið. Þessa hugleiðslu má nota við hvaða tækifæri sem er (svo lengi sem ekki þarf að nota sjónina í eitthvað um leið ;). Á morgnana, kvöldin, í hádeginu (eftir mat), í vinnupásu, fyrir fundinn, í náminu, fyrir eða eftir mikil átök eða stressálag, alls staðar þar sem slökun á vel við.

Silva hugleiðsluaðferðin hefur einnig nýtst mjög vel með öðrum hugleiðslu- og hugarvinnslu-aðferðum og virkar þá oft sem styrking eða eins konar magnari. Í raun getur þessi hugleiðsluaðferð hjálpað þér við hvað sem þú ert að fást við, því áhrifin eru svo fjölbreytt og virkar á mörgum sviðum, þannig að það má segja að allir geta fengið og upplifað einhvers konar árangur fyrir sig.


Prufaðu Silva hugleiðsluna núna og fáðu þína eigin sérstöku upplifun.