QHHT dáleiðsla er sérstök dáleiðslumeðferð sem hjálpar þér meðal annars að skilja hvað er að halda aftur af þér í dag og hvað þú getur gert til að yfirstíga það, hvort sem það er varðandi fjölskylduna, sambandið, vinnuna o.fl.

Í samvinnu við æðra sjálfið þitt er farið í djúpa slökun, og farið í fyrra líf, sem er á einhvern hátt að hafa mikil áhrif á líf þitt í dag, það skoðað og hvaða tilgang og lærdóm það hafði fyrir þig.  Það er mjög sérstakt, og um leið alveg persónubundið hvernig þetta kemur fram, en með þinni eigin upplifun öðlast þú dýpri skilning á því hvernig það er að spila inn í lífið þitt í dag.  Í kjölfarið er svo kallað fram gagnvirkt samband við æðra sjálfið þitt, þar sem farið er nánar ofan í það sem komið hefur fram, svo og að fá svör við öllum/flestum þeim spurningum sem þér býðst að koma með (10-20) fyrir tímann.
Að endingu er svo farið í djúpa heilun þar sem farið er yfir heilsumálin og veitt heilun á því sem þarfnast lagfæringar og/eða gefnar leiðbeiningar um hvað er á bakvið þau óþægindi sem þarfnast meiri vinnu af þinni hálfu (en með skrefum til árangurs).  Öll dáleiðsluvinnan fer fram í mjög djúpri slökun (á theta-sviði / somnabulistic state).

Þessi sérstaka dáleiðslumeðferð var þróuð af Dolores Cannon sem hefur unnið við dáleiðslu í um 50 ár og er þessi meðferðar-aðferð afrakstur af hennar þróunarvinnu til að hjálpa fólki á sem dýpstan hátt. Hér má sjá nánari umfjöllun um QHHT-meðferðina.

Gert er ráð fyrir að þessi meðferð taki um 4-5 klst. Fyrri hluti tímans er fyrir viðtal þar sem farið er yfir þau atriði vinna skal með, svo og farið yfir helstu atriðin í þessu lífi sem geta skipt meðferðina máli.  Seinni hluti meðferðarinnar fer í sjálfa dáleiðsluna, og svo stutta samantekt í lokin.